Mission 1 – Vika 1

Jæja þá er komið að því.

Aldrei á ævinni hef ég áður fundið jafn vel fyrir því og nú, hversu feit ég er orðin. Þetta er komið gott.

Undanfarin ár hef ég verið í eða nálægt kjörþyngd, en síðastliðna ár eða svo hef ég slakað hættulega mikið á í mataræði mínu, og reyndar breytt því töluvert frá því sem var eftir að ég kynntist elskulega kærastanum mínum. Í staðinn fyrir að helgar-kósí-morgunmatur væri linsoðið egg og hafragrautur með hunangi og hálfu rauðu greipi með, varð helgar-kósí-morgunmatur að amerískum pönnukökum með hrærðum eggjum og beikoni. Já, ár af slíku og það verður ekki hjá því komist að það breyti ytra byrðinu á manni.

Síðustu mánuðir hafa svo farið í algjör rugl, með sumarfríum og miklum framkvæmdum í húsinu, svo að inn í mataræðið hefur líka bæst kvöldnasl yfir sjónvarpsþáttum eftir erfiðan dag, og brjálæðislega mikill sykur í ýmsu formi.

Þetta er bara orðið gott. Ég er farin að finna fyrir þyngdinni við göngu. Göngulagið sjálft hefur breyst, ég er ekki jafn létt á fæti, og þegar ég sest niður þá er bumban farin að standa út í loftið í stað þess að krumpast niður í fellingar eins og hún áður gerði.

Þetta er orðið gott.

Svo því hef ég blásið til verkefnis. Mission 1, kýs ég að kalla þetta. Ástæðan fyrir nafninu er sú að ég sé það sem tímabundið verkefni að aðlagast nýju mataræði. Því set ég tímamörk. Einn mánuður, eða 30 dagar. Hver vika verður tekin fyrir í einu þó. Þannig að eftir 30 daga er Mission 1 búin og þá get ég snúið mér að næsta verkefni kjósi ég það, sem verður þá Mission 2 og þar fram eftir götunum. Og svo stal ég þessu líka smá frá Melissu Joulwan, sem er með æðislegt matarblogg.

Anyways. Ég tek ekki bara nafnið frá henni heldur er hún líka einn fjögurra höfundur “whole-30” hugmyndafræðinnar, sem ég mun hafa að leiðarljósi þessa 30 daga. Jibbíkóla, þetta verður stuð.

Hér er innkaupalistinn fyrir vikuna. Ég ætla að vona að þetta verði ekki of svínslega dýrt, en á móti kemur að þetta á að duga fyrir tvær manneskjur í heila viku án þess að nokkru eigi að þurfa að bæta við.

Grænmeti Ávextir Prótein Krydd Fita
Brokkolí Sítrónur 2x kjúllar Allrahanda Bragðlítil fita
Grænar baunir Lime Egg Tómatpaste Möndlusmjör
Kál Nautahakk (1 kg?) Nautateningur Kókosmjólk
Rauðkál Svínabógur Steinselja (fersk)
Grænkál Paprika (reykt)
Lambhagasalat Hrísgrjónaedik
Paprika
Spínat
Gulrætur
Gúrka
Vorlaukur
Sykurbaunir
Laukur
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Radísur
Avókadó
Tómatar
Sellerí
Zucchini (x2)