Helgi rigningar og eldamennsku

Í dag er mánudagsmorgun. Síðasti mánudagsmorgun í ágúst þar til að ári, og veðrið er ekkert skárra í dag en það hefur verið síðustu vikur. Súldargrámi yfir öllu. Það var freistandi að kúra lengur…. en fram úr þurfti ég að rífa mig til að ná strætó, þar sem ég hafði komið mér haganlega fyrir rétt um rúmlega sjö i morgun. Með Fréttablaðið í hönd undirbjó ég mig fyrir notalega 45 mínútuna leið í vinnuna. Þegar mér bárust allt í einu óhungnanlegir tónar. Getur það verið? – hugsaði ég. Nei… andskotinn hafi það, það getur ENGINN verið svona vangefinn – hugsaði ég. Óguð – hugsaði ég svo, í þann mund sem strætóbílstjórinn krankaði upp í ABBA. Fyrir hálfátta á mánudagsmorgni. Þetta hlýtur að vera ólöglegt.

Til útskýringar, þá fæ ég sterk tilfinningaleg viðbrögð þegar ég heyri í ABBA. Það er eitthvað við þennan skræka óþolandi fokking hressa kvartett með leiðinda tónskiptingum sínum og alltof hraða takti fyrir þessi væmnu ástarlög sem þau eru að syngja, sem gefur mér hroll niður bakið og verk í eyrun þegar ég heyri í þeim. Einhverra undarlegra hluta vegna er þessi hljómsveit ennþá spiluð á öldum ljósvakans. Ég skil ekki af hverju, en það virðist vera fullt af fólki þarna úti sem fílar að hlusta á þetta. Hlýtur að vera sama fólkið og kýs Framsókn.

Nema hvað.

Helgin gekk bara skítsæmilega, svona hvað Mission1 varðar. Á föstudagseftirmiðdeginum var farið í heljarinnar búðarferð þar sem allt til alls var keypt, buttload af grænmeti, prótein og brauð fyrir brauðfíkilinn minn. Á laugardagsmorgninum var ég svo byrjuð að munda hnífinn klukkan hálftíu um morguninn, og stóð svo með litlum hléum við pottana þar til klukkan hálftíu um kvöldið. Ég:

–          Skar niður mörg kíló af alls kyns grænmeti

–          Bútaði niður tvo kjúklinga

–          Afbeinaði svínabóg

–          Gerði tvenns konar soð

–          Skírði smjör

–          Setti kjúklingabringur í saltpækil

–          Eldaði kjúklingalæri og vængi

–          Gerði hnetusósu, og…

–          Marokkóska salatsósu, og…

–          Svínaministeikur, og…

–          Súkkulaði chilipottrétt

Ég náði ekki að gera skosku eggin, marokkósku kjötbollurnar, né zucchinisúpuna sem ég ætlaði að gera, en það verður bara gert í kvöld þá. Súpan, allavega, því hún er hugsuð sem morgunmatur. Ég var í smá vandræðum í morgun, fyrst ég hafði ekki enn haft tíma til að búa hana til, nebbla. Svo hún er definitely á to do listanum.

Já, það var svosem ekki á listanum yfir leyfða hluti, en ég skal samt alveg viðurkenna að það var alveg svolítið næs að hlamma sér í sófann með rauðvínsglas þegar deginum lauk.

Hef ekki enn komið því í verk að gera ummálsmælingar, en það er stefnt að því fyrr en seinna. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að setja þær hér inn. Ég meina, á einn bóginn gæti það hvatt mig til dáða, á hinn bóginn, þá les enginn þetta blogg (hoho). Hvað segið þið (kæru ímynduðu lesendur) ?

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s